Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sló 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll í gær. Eir, sem er 17 ára gömul, kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju…

Íslandsmet Eir Chang Hlésdóttir ánægð með árangurinn í gær.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sló 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll í gær.
Eir, sem er 17 ára gömul, kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju Úlfarsdóttur frá því í mars árið 2004, sem var 23,79 sekúndur. Eir hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi á laugardag þegar hún kom fyrst í mark á 7,53 sekúndum.
Irma Gunnarsdóttir úr FH stóð uppi sem sigurvegari í þrístökki á mótinu í gær. Irma stökk lengst 13,31 metra en hún á Íslandsmetið í greininni, sem er 13,36 metrar.
Irma vann tvöfalt þar sem hún hrósaði einnig sigri í langstökki á laugardag. Irma stökk þá 6,36 metra í síðasta stökkinu sínu en það er hennar lengsta stökk í ár. Besti
...