Í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður hljómsveitin í opið samspil á stóra sviðinu í Eldborg á miðvikudag, 26. febrúar, kl. 19. „Rúmlega hundrað hljóðfæraleikarar hafa skráð sig til leiks auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og…

Í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður hljómsveitin í opið samspil á stóra sviðinu í Eldborg á miðvikudag, 26. febrúar, kl. 19. „Rúmlega hundrað hljóðfæraleikarar hafa skráð sig til leiks auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og því stefnir í fjölmennustu sinfóníuhljómsveit sem nokkru sinni hefur leikið í Eldborg,“ segir í tilkynningu. Á efnisskránni verður lokaþáttur 9. sinfóníu Dvóraks, Úr nýja heiminum og hið sívinsæla lag Á Sprengisandi. Aðgangur er ókeypis.