Tveir flokksfundir fóru fram á laugardaginn, annars vegar landsfundur Flokks fólksins á Grand hóteli og hins vegar flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Mjóddinni. 86 milljóna landsfundur Landsfundar Flokks fólksins hefur…
Veruleiki Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir flokkinn horfast í augu við nýjan veruleika.
Veruleiki Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir flokkinn horfast í augu við nýjan veruleika.

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Tveir flokksfundir fóru fram á laugardaginn, annars vegar landsfundur Flokks fólksins á Grand hóteli og hins vegar flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Mjóddinni.

86 milljóna landsfundur

Landsfundar Flokks fólksins hefur verið lengi beðið en flokkurinn hélt síðast landsfund árið 2019, fyrir hartnær sex árum. Blaðamanni virtust um 70 manns hafa verið viðstaddir setningarræðu formanns.

Á fundinum bar hæst að breytingar voru gerðar á samþykktum Flokks fólksins sem eiga nú að gera flokknum kleift, að öðrum skilyrðum uppfylltum, að taka sæti á stjórnmálasamtakaskrá Skattsins. Fyrir ómakið mun flokkurinn fá um 86 milljóna ríkisstyrk, sem fjármálaráðuneytið hefur

...