Þýskir kjósendur gengu að kjörborðinu í gær og þegar líða tók á kvöldið varð ljóst að mikil uppsveifla var hjá hægri flokkunum. Þegar búið var að telja í 238 af 299 kjördæmum voru Kristilegir demókratar taldir hafa náð 208 sætum af 630 alls, eða 28,5% fylgi, og verða með því stærsti flokkur landsins
Ósigur Olaf Scholz kanslari var óhress þegar ljóst var að Sósíaldemókratar guldu afhroð í kosningunum í gær með verstu útkomu frá seinna stríði.
Ósigur Olaf Scholz kanslari var óhress þegar ljóst var að Sósíaldemókratar guldu afhroð í kosningunum í gær með verstu útkomu frá seinna stríði.

Sviðsljós

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Þýskir kjósendur gengu að kjörborðinu í gær og þegar líða tók á kvöldið varð ljóst að mikil uppsveifla var hjá hægri flokkunum. Þegar búið var að telja í 238 af 299 kjördæmum voru Kristilegir demókratar taldir hafa náð 208 sætum af 630 alls, eða 28,5% fylgi, og verða með því stærsti flokkur landsins. Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) náði 151 sæti, eða 20,7% fylgi og er næststærsti flokkurinn. Sósíaldemókratar, flokkur kanslarans Olafs Scholz, hafa ekki fengið jafn slæma útreið í kosningum frá seinni heimsstyrjöldinni og var í gær spáð 121 sæti, og 16,5% fylgisins. Græningjar náðu 86 sætum, eða 11,8% fylgi, Frjálslyndum var spáð 64 sætum, eða 8,7% fylgisins, og BSW var með 4,9% fylgi og FDP með 4,4% fylgi.

Hafa tvöfaldað fylgið

...