
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Við erum með litlar stofnanir og veikburða á landsbyggðinni og hugmyndin að baki frumvarpinu er að samhliða rýmri heimildum við nýtingu á fjarfundartækni til að leiða mál til lykta fyrir héraðsdómstólum skapast möguleikar til að nýta starfsfólk dómstólanna betur en gert er. Hugmyndin er að styrkja starfsemi dómstólanna úti á landi sem og að sameina dómstólana á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið.
Hann hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna, sem er í raun sama frumvarp og hann lagði fyrir þingið í dómsmálaráðherratíð sinni, en frumvarpið náði þá ekki fram að ganga.
Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn
...