
Tímabil heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hófst árið 2015 og þar var hátíðlegt loforð: Ekkert hungur árið 2030. Þegar fyrstu fjögur árin voru liðin hafði lítið sem ekkert miðað í þá átt og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gaf út að nær 900 milljónir manna byggju enn við alvarlegt hungur, ellefta hver manneskja á jörðu. Reyndar væru tveir milljarðar af átta vannærðir. Því var þungt yfir fólki á Matvæladaginn 2019 þegar hin þekkta áhrifakona frá Mósambík, Graça Machel, flutti ræðu í húsakynnum FAO:
„Mér þykir það leitt en þið verðið að gera betur. Gera stórátak í því að breyta forgangsröðun og fjárfesta í mat fyrir alla á hnettinum. Það er hægt!“
Hungur og vopn
Það vill svo til að hún hefur rétt fyrir sér. Fyrir Matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2021
...