Ísland er fullvalda þjóð sem hefur með dugnaði og útsjónarsemi byggt upp sterkt samfélag.

Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson
Mál eins og Bókun 35 og ESB-aðild eru komin hressilega á dagskrá hjá ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin, Flokkur fólksins og Viðreisn hafa gefið í skyn að þetta séu stór forgangsmál.
Enda sást þetta bersýnilega á Alþingi á dögunum, þegar Bókun 35 var sett á dagskrá sem eitt af forgangsmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta gefur skýrt til kynna að ríkisstjórnin telur þetta mál skipta meginmáli fyrir framtíð landsins og aðildarferli þess að Evrópusambandinu.
Sögulegt samhengi fullveldisins
Íslendingar hafa í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að standa vörð um fullveldi landsins. Sjálfstæðisbaráttan náði hápunkti með sambandslagasamningnum 1918, þegar Ísland fékk fullveldi, og síðar með stofnun lýðveldisins 1944. Þessi sigrar voru ekki
...