Í þriðja skipti er Ísland komið í lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik. Íslenska landsliðið sýndi gríðarlegan styrk, seiglu, ákefð, ákveðni og karakter í lokaleik undankeppninnar í gærkvöld þegar það lagði sterkt lið Tyrkja að velli í Laugardalshöllinni, 83:71
Risakarfa Tryggvi Snær Hlinason fagnar sannkallaðri tröllatroðslu eftir sirkustilþrif Martins Hermannssonar. Í bakgrunni má sjá Craig Pedersen þjálfara fagna innilega ásamt áhorfendum í Laugardalshöllinni. Svipurinn á Tyrkjunum segir sína sögu um stöðu mála í leiknum.
Risakarfa Tryggvi Snær Hlinason fagnar sannkallaðri tröllatroðslu eftir sirkustilþrif Martins Hermannssonar. Í bakgrunni má sjá Craig Pedersen þjálfara fagna innilega ásamt áhorfendum í Laugardalshöllinni. Svipurinn á Tyrkjunum segir sína sögu um stöðu mála í leiknum. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Í Höllinni

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Í þriðja skipti er Ísland komið í lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik. Íslenska landsliðið sýndi gríðarlegan styrk, seiglu, ákefð, ákveðni og karakter í lokaleik undankeppninnar í gærkvöld þegar það lagði sterkt lið Tyrkja að velli í Laugardalshöllinni, 83:71.

Ekkert annað en sigur hefði dugað því Ungverjum tókst að vinna óvæntan útisigur á Ítölum á sama tíma, 71:67, og hefðu því farið á EM ef íslenska liðið hefði tapað leiknum.

Með sigrinum hafnaði Ísland í öðru sæti riðilsins, fyrir ofan Tyrkland sem er 24 sætum fyrir ofan Ísland á heimslista FIBA. Þar eru Tyrkir í 27. sæti og Ísland í 51. sæti.

Fjórir

...