
Foreldrar nokkurra nemenda í Breiðholtsskóla krefjast þess að skóla- og frístundaráð grípi til tafarlausra aðgerða vegna stöðu nemenda í 7. bekk í skólanum. Hafa þeir sent yfirlýsingu þess efnis á ráðið. Eins og Morgunblaðið og mbl.is greindu frá hefur eineltis- og ofbeldisvandi þrifist í árganginum í nokkur ár. Fjallað hefur verið um hvernig ekki hafi verið brugðist við ákalli foreldra sem fóru fram á að málin yrðu tekin föstum tökum. Faðir stúlku í árganginum, sagði í samtali við blaðið að nánast engin kennsla hefði farið fram í árganginum og að börn væru í svo miklu streituástandi að það væri erfitt fyrir þau að meðtaka upplýsingar.
Fundir voru haldnir í síðustu viku með foreldrum nemenda í 6. og 7. bekk þar sem málið var rætt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru foreldrar beðnir um að leita ekki til fjölmiðla með frásagnir af ofbeldi í skólanum. Frásagnir sem þó urðu til þess, eftir
...