
Áramótin eru liðin og rútínan tekin við. En hvernig var markaðurinn? Hlutabréfin voru sauðtrygg í að hækka á síðasta ári og almenningur farinn að halda að það væri varla hægt að komast hjá að verða milljóneri, ef svona héldi áfram. Varla spennandi lengur að skoða tölurnar eftir daginn.
Svo skipti um með nýju ári og Nikkei reið á vaðið með að lækka þrjá daga í röð. Hvað var að ske? Og allt í einu var óbragð af kaffinu.
Dow Jones og Ftse voru líka farin að titra þó að Dax væri enn í sæmilegu jafnvægi. Var þetta smitandi, þessi fjári, og við sem höfðum trúað á stríðið og vopnaframleiðsluna.
Svo kom það versta; gullið hækkaði og olían og það var farið að kvisast út að skuldabréfin, sérlega þau meðal-löngu, væru betri kostur en hlutabréf í hámarki og farin að gefa
...