HappApp er íslenskt forrit sem miðar að geðrækt og hamingjuríkara lífi. Hugmyndina fékk Helga Arnardóttir eftir nám í jákvæðri sálfræði. Appið hefur nú fengið stærra svið í samstarfi við Landlæknisembættið og aðþjóðlega verkefnið Mentor sem snýst um …
Geðrækt Helga Arnardóttir á hugmyndina að HappApp-smáforritinu.
Geðrækt Helga Arnardóttir á hugmyndina að HappApp-smáforritinu.

HappApp er íslenskt forrit sem miðar að geðrækt og hamingjuríkara lífi. Hugmyndina fékk Helga Arnardóttir eftir nám í jákvæðri sálfræði. Appið hefur nú fengið stærra svið í samstarfi við Landlæknisembættið og aðþjóðlega verkefnið Mentor sem snýst um að sameina krafta sérfræðinga frá ýmsum Evrópulöndum til að efla andlega heilsu Evrópubúa.

Sjö Evrópulönd munu fá aðgang að appinu á næstunni. Það eru Úkraína, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur, Ungverjaland og Kýpur. Appið er þegar aðgengilegt á íslensku og ensku en vinna stendur yfir við að þýða viðmótið yfir á þau tungumál sem löndin hér að ofan nota.

Helga Arnardóttir er gestur Dagmála í dag og ræðir um smáforritið, hugmyndina á bak við það og mögulega notkun. Appið, sem byrjaði sem lítil krúttleg hugmynd, er nú á góðri leið með að ná til tugmilljóna í Evrópu.