Ráðherra hefur nú kynnt hvernig ætlunin er að refsa óhlýðnum fjölmiðlum

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Logi Már Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur nú lagt fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum með það að markmiði að lækka styrki til stærri miðla. Áformin í frumvarpinu voru fyrst kynnt í viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og strandveiðiútgerðarmann, sem hafði mislíkað sérstaklega umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um Flokk fólksins og um skort á hagsmunaskráningu hans sjálfs vegna strandveiðanna, sem ríkisstjórnin hyggst efla til muna.

Í viðtalinu, sem fram fór á Útvarpi Sögu 30. janúar, kom fram að refsa þyrfti Morgunblaðinu með því að „endurskoða“ ríkisstyrkinn sem einkareknir fjölmiðlar hafa fengið á undanförnum árum vegna erfiðs rekstrarumhverfis.

Innan við viku síðar greindi Logi ráðherra frá því að ætlunin væri

...