„Við lukum við að fella öll tré sem ákveðið hafði verið að fella á forgangssvæði 1 núna á laugardaginn,“ segir Hallgrímur Jón Hallgrímsson, yfirverkstjóri Borgarskóga Reykjavíkurborgar. „Núna á bara eftir að draga út trén af…
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal

„Við lukum við að fella öll tré sem ákveðið hafði verið að fella á forgangssvæði 1 núna á laugardaginn,“ segir Hallgrímur Jón Hallgrímsson, yfirverkstjóri Borgarskóga Reykjavíkurborgar. „Núna á bara eftir að draga út trén af svæðinu og hreinsa það betur upp.“

Hallgrímur segir ekki ljóst hvað gert verði við allt timbrið sem fjarlægt verður úr Öskjuhlíðinni, en segir að væntanlega muni Reykjavíkurborg nýta það á einhvern máta. „Það er utan míns verksviðs, en verður líklega ákveðið hjá borgaryfirvöldum.“

Ráðgert var að 500 tré yrðu fjarlægð í þessum fyrsta fasa. Alls á að fella um 1.400 tré í Öskjuhlíð til að auka öryggi flugvallarins í Reykjavík en flugbraut þar hefur verið lokuð meðan á aðgerðum stendur.

Næstu skref verða ákveðin í vikunni, þegar

...