
Hjörtur J. Guðmundsson
Fyrir þingkosningarnar í lok nóvember lýsti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að hún væri opin fyrir því að ræða um það í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum að þjóðaratkvæði yrði haldið um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið. Ummælin féllu í hlaðvarpsþættinum Bakherberginu þar sem Áslaug sat fyrir svörum ásamt Sigríði Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar og núverandi dómsmálaráðherra.
Með orðum sínum var Áslaug ljóslega að bera víurnar í stjórnarsamstarf við Viðreisn eftir kosningarnar með því að opna á Evrópusambandsmálið en stefna þess flokks er sem kunnugt er að slíkt þjóðaratkvæði fari fram. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem Áslaug gerir hosur sínar grænar fyrir Viðreisn enda hefur áhugi hennar á því að starfa með flokknum ekki leynt sér. Í því augnamiði
...