„Ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem hún fór í gegnum,“ segir Máni Eskur Bjarnason, faðir stúlku sem lenti í hrottafengnu ofbeldi á skólalóð Breiðagerðisskóla í október árið 2023, þegar tveir drengir réðust á hana með stíflueyði

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

„Ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem hún fór í gegnum,“ segir Máni Eskur Bjarnason, faðir stúlku sem lenti í hrottafengnu ofbeldi á skólalóð Breiðagerðisskóla í október árið 2023, þegar tveir drengir réðust á hana með stíflueyði. Þangað höfðu þeir narrað hana þá um kvöldið.

Stúlkan, sem þá var tólf ára, særðist alvarlega og glímir enn við afleiðingarnar, sem raunar munu fylgja henni alla ævi. Ætandi efni fór upp í munn hennar og í auga. Aðeins heppni og rétt viðbragð stúlkunnar og þeirra sem veittu henni aðhlynningu varð til þess að hún missti ekki sjónina.

Annar drengurinn var skólabróðir stúlkunnar. Honum var vikið úr skóla í viku eftir að foreldrar hennar fóru fram á það. Stúlkan hafði þá misst þrjár vikur úr skóla vegna árásarinnar.

Máni Eskur, faðir hennar, segir úrræðaleysi hafa einkennt viðbrögð

...