
Leiðtogar Evrópusambandsríkja boða nú sérstakan fund 6. mars til að ræða yfirgang Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gagnvart þeim sem ráðin hafa í álfunni, en forsetinn þykir ósvífinn gagnvart Evrópu með því að blása til viðræðna við Rússlandsforseta um málefni Úkraínu án þess að spyrja kóng eða prest.
„Við upplifum nú ögurstund öryggismála í Úkraínu og Evrópu,“ skrifar Antonio Costa forseti Evrópuráðsins á samfélagsmiðilinn X þar sem hann tilkynnti enn fremur um fund leiðtoganna sem hann sjálfur mun hafa veg og vanda af.
Fjarri samningaborðum
Kveður Costa samtöl sín við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna hafa leitt í ljós „eindreginn vilja til að mæta áskorunum þessum á vettvangi Evrópusambandsins: styrkja evrópskar varnir og leggja okkar af mörkum til friðar í álfu okkar og
...