
Nýr meirihluti í borginni, sem að sögn nýs borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, vill ekki líta á sig sem meirihluta heldur sem samstarfsflokka, verður seint sagður þjakaður af samstöðu. Sá lítilfjörlegi málefnasamningur sem fyrir liggur var furðu lengi í smíðum og allt fram á síðustu stundu var meirihlutinn – afsakið, samstarfsflokkarnir – að togast á um það hver fengi hvaða embætti. Jafnvel borgarstjórastóllinn var ekki frágenginn fyrr en undir lokin og fleiri sem höfðu hug á honum en sú sem þar endaði.
Þá gerðist það þegar komið var inn á borgarstjórnarfund að nýr forseti borgarstjórnar, Sanna Magdalena Mörtudóttir, náði ekki kjöri i fyrstu umferð. Einhver úr röðum „samstarfsflokkanna“ hafði ekki kosið hana eins og samið hafði verið um, heldur Helgu Þórðardóttur úr Flokki fólksins.
Helga sver það af sér,
...