Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem hræðist ekki verkefni eða áskoranir, hefur skýra sýn og markmið, tekur ákvarðanir og stendur með þeim.
Vala Pálsdóttir
Vala Pálsdóttir

Í mínum huga er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir framtíð Sjálfstæðisflokksins. Ég veit að hún færir flokknum kraft, áræði og gefur sjálfstæðisstefnunni ferska rödd, nýja sýn og þor til að takast á við framtíðina. Ég hef unnið með og fyrir Áslaugu Örnu í áratug og veit að tónar frelsis og framfara sem fylgja henni eiga fullt erindi við fólk sem vill hagsæld öllum til handa. Það allra mikilvægasta er að hún lætur verkin tala.

Og talandi um verkin. Margir nefna hvernig hún umbreytti starfi ráðuneytis háskóla, iðnaðar og nýsköpunar en það er líka vert að nefna húsnæðismál Listaháskóla Íslands. Sem ráðherra skipaði Áslaug Arna hóp til að kanna hvort húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti væri fýsilegri kostur en Tollhúsið. Þar hlustaði hún á stjórnendur skólans, starfsfólk, nemendur og annað fagfólk. Sú vinna skilaði þeirri niðurstöðu að Tækniskólinn hentar vel en um leið sé hægt að spara ríkinu hugsanlega

...