Ísland leikur í kvöld annan leik sinn í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu þegar liðið mætir öflugu liði Frakka í frönsku borginni Le Mans. Leikurinn hefst klukkan 20.10 að íslenskum tíma og er sýndur beint á RÚV 2. Frakkar unnu Norðmenn í fyrstu umferðinni á föstudaginn, 1:0, en Sviss og Ísland gerðu þá markalaust jafntefli í Zürich.