Sænsk stjórnvöld tilkynntu á föstudaginn að þau væru að rannsaka meint skemmdarverk á einum neðansjávarkapli í Eystrasalti, en það er að minnsta kosti tíunda atvikið á síðustu þremur árum, þar sem grunur leikur á um skemmdarverk eða fjölþátta aðgerðir af hálfu Rússa
Eystrasalt Akkeri úr rússneska olíuskipinu Eagle S er hér híft um borð í sænska herskipið Belos úti fyrir ströndum Finnlands í vetur. Talið er að akkeri Arnarins hafi klippt á fjóra sæstrengi í Eystrasalti um síðustu jól.
Eystrasalt Akkeri úr rússneska olíuskipinu Eagle S er hér híft um borð í sænska herskipið Belos úti fyrir ströndum Finnlands í vetur. Talið er að akkeri Arnarins hafi klippt á fjóra sæstrengi í Eystrasalti um síðustu jól. — AFP/Finnska lögreglan

Sviðsljós

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Sænsk stjórnvöld tilkynntu á föstudaginn að þau væru að rannsaka meint skemmdarverk á einum neðansjávarkapli í Eystrasalti, en það er að minnsta kosti tíunda atvikið á síðustu þremur árum, þar sem grunur leikur á um skemmdarverk eða fjölþátta aðgerðir af hálfu Rússa. Þá hefur fjöldi annarra atvika orðið á hafsvæðinu frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu.

Varnarmálaráðherra Þýskalands, Boris Pistorius, lét hafa eftir sér í umræðu í þýska þinginu í desember síðastliðnum að hegðun Rússa á Eystrasalti minnti nú einna helst á tíma kalda stríðsins, þar sem mun meira yrði vart við ferðir bæði rússneskra herskipa og kaupskipa, og að framferði þeirra yrði sífellt ágengara.

Þá yrði einnig meira vart

...