Grímsey Byggðastofnun hefur úthlutað kvóta til 12 útgerða.
Grímsey Byggðastofnun hefur úthlutað kvóta til 12 útgerða. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tólf útgerðir í Grímsey skipta með sér 300 þorskígildistonnum af aflamarki Byggðastofnunar í eynni. Ná aflaheimildirnar til þessa og næstu tveggja fiskveiðiára. Stærsta einstaka úthlutunin er til AGS ehf. eða tæp 73 þorskígildistonn.

Stjórn Byggðastofnunar fór yfir úthlutunina á fundi sínum í síðustu viku. Auglýst var eftir umsóknum í nóvember sl. og bárust alls 14 umsóknir. Tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki formskilyrði reglugerðar. Úthlutunin var framkvæmd með eftirfarandi hætti:

„Með því að úthluta ákveðnu magni í jöfnum skiptum á alla umsækjendur er komið til móts við minni útgerðir og þar með talið útgerðir sem ekki hafa áður fengið úthlutað aflamarki stofnunarinnar. Þannig er horft til þess að styðja við nýliðun ásamt því að úthlutun til fleiri smábátaútgerða í eynni er til þess fallin að hafa

...