
Knattspyrnudómarinn Marco Ortíz á yfir höfði sér allt að sex mánaða bann fyrir samskipti sín við Lionel Messi eftir leik Inter Miami og Kansas City í Meistarabikar Norður- og Mið-Ameríku síðastliðið fimmtudagskvöld. Messi skoraði sigurmark Inter Miami í 1:0-sigri í 17 gráðu frosti. Eftir leik bað Ortíz argentínska snillinginn um eiginhandaráritun. Knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku tók illa í athæfi dómarans. Við rannsókn málsins sagði Ortíz að hann vildi gefa fötluðum frænda sínum áritunina. ESPN segir að forráðamenn knattspyrnusambandsins hafi gefið lítið fyrir útskýringuna og telji samskiptin á milli dómarans og leikmannsins óeðlileg.
Þjóðverjinn Thomas Tuchel vill fá varnarmanninn Ben White aftur í enska landsliðið í knattspyrnu. Tuchel tók við liðinu 1. janúar og hefur síðan haft
...