Sumir flokkar leiðréttu stöðu sína fljótt, en aðrir héldu áfram að njóta styrkja þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrðin sem sett voru í lögum.
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir

Lýðræðislegt réttlæti byggist á skýrum reglum og jafnræði frambjóðenda. Reglur um stjórnmálaflokka og fjármögnun þeirra eru ekki einungis formsatriði heldur grundvallarstoðir trausts í stjórnsýslunni. Frá árinu 2022 hafa stjórnmálasamtök þurft að skrá sig í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum til að eiga rétt á opinberum styrkjum. Þrátt fyrir þetta hafa nokkur stjórnmálasamtök þegið hundruð milljóna króna án lögmætrar skráningar. Enn alvarlegra er að einn af stjórnarflokkunum er ekki skráður sem stjórnmálasamtök heldur sem félagasamtök, sem vekur spurningar um lögmæti framboðsins og rétt hans til fjárframlaga úr ríkissjóði.

Hvað segja lögin?

Reglugerð nr. 254/2024 um söfnun meðmæla og skil framboða og framboðslista fyrir kosningar, sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 47.

...