Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík veitti 28 nýsveinum viðurkenningu, silfur- eða bronspening, fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi á liðnu ári á 17. Nýsveinahátíð IMFR fyrir skömmu. Meistarafélög viðkomandi iðngreina tilnefna einstaklingana, en…
Nýsveinahátíð 2025 Auður Lóa er önnur til vinstri í fremstu röð og Össur fjórði frá hægri í öftustu röð.
Nýsveinahátíð 2025 Auður Lóa er önnur til vinstri í fremstu röð og Össur fjórði frá hægri í öftustu röð. — Ljósmynd/Motiv-Jón Svavarsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík veitti 28 nýsveinum viðurkenningu, silfur- eða bronspening, fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi á liðnu ári á 17. Nýsveinahátíð IMFR fyrir skömmu. Meistarafélög viðkomandi iðngreina tilnefna einstaklingana, en helsti tilgangur IMFR er „að efla menningu og menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir, sem starfa í þeirra þágu“.

Í hópnum sem fékk silfurpening voru Auður Lóa Árnadóttir, sem tók sveinspróf í hársnyrtiiðn frá Tækniskólanum í Reykjavík, en meistari hennar var Olga Björg Másdóttir, og Össur Hafþórsson, sem tók sveinspróf í málaraiðn frá Tækniskólanum, en meistari hans var Sverrir Pétur Pétursson.

Auður Lóa er ekki aðeins hársnyrtisveinn heldur einnig

...