Hjónin Magnús Torfason og Kristín Helgadóttir.
Hjónin Magnús Torfason og Kristín Helgadóttir.

Magnús Trausti Torfason fæddist 25. febrúar 1945. „Ég var getinn í Keflavík (Gömlu búð), fæddur á Eyrarbakka (Norðurbæ) og alinn upp í Keflavík á Hafnargötunni. Þar ólst upp kraftmikill hópur. Mikið fjör. Á stuttum kafla á Hafnargötunni, 1968-1978, voru á þessum tíma aldir upp tíu landsliðsmenn í íþróttum, þar af fjórir í knattspyrnu.

Tíu ára fór ég í sveit í Borgarfjörðinn og heillaðist. Hestar gripu hug minn. Þar var ég þrjú löng sumur. Svo tók fótboltinn við í 20 ár, ef hann hefði ekki komið til væri ég bóndi í Borgarfirðinum.“

Fjórum sinnum varð Magnús Íslandsmeistari, en hann var í gullaldarliði Keflavíkur á sjöunda áratugnum og landsliðsmaður. Hann var fyrirliði 23 ára landsliðsins. „Ég spilaði með Völsungi á Húsavík þau ár sem ég starfaði þar. Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri, sem spilaði með liðinu, skrifaði gamansama grein

...