Eftir talsverða leit hefur fundist nýtt húsnæði fyrir Konukot. Flytur það í Ármúla 34 ef áformin ganga eftir. Núverandi húsnæði við Eskihlíð stenst ekki lengur kröfur. Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur 11
Ármúli 34 Óskað var eftir leyfi til að innrétta tvær efstu hæðir hússins.
Ármúli 34 Óskað var eftir leyfi til að innrétta tvær efstu hæðir hússins. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.id

Eftir talsverða leit hefur fundist nýtt húsnæði fyrir Konukot. Flytur það í Ármúla 34 ef áformin ganga eftir. Núverandi húsnæði við Eskihlíð stenst ekki lengur kröfur.

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur 11. febrúar síðastliðinn var sótt um leyfi til að innrétta Konukot fyrir 12 skjólstæðinga á 2. hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á 3. hæð í húsi á lóð nr. 34 við Ármúla.

Á fundi skipulagsfulltrúa var samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 32, 36 og Síðumúla 19.

Bent er á að leigutakar húsnæðis á lóðunum teljast einnig til hagsmunaaðila og skulu húseigendur kynna tillöguna fyrir þeim.

...