
Clive Stacey
Sem Englendingur og Íslandsvinur síðan 1972 hef ég áhyggjur af ímynd Íslands meðal samlanda minna. Ég hef boðið upp á Ísland sem áfangastað til ferðamanna síðan löngu áður en það varð vinsælt og í gegnum áratugina hef ég tekið eftir sveiflum á þessum markaði. Hins vegar er eitt sem breytist aldrei: hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á viðskipti, ekki einungis fyrir ferðaþjónustuna heldur líka fyrir íslenskar vörur sem væru annars aðlaðandi fyrir breska neytendur. Þessi áhrif eru nú einnig merkjanleg í mörgum öðrum löndum.
Þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í nokkur ár og að ég telji töluverðan fjölda Íslendinga til náinna vina minna á ég erfitt með að skilja þörfina fyrir hvalveiðar þegar flestar þjóðir heims hafa hætt þeim. Þar að auki mun það hafa enn verri áhrif á hvalaskoðunarferðir að bæta við veiðum á
...