
Ýrúarí
Ýr Jóhannsdóttir, Ýrúarí, kynnir verk sín og listsköpun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Viðburðurinn er hluti af svonefndum Prjónavetri í safninu, þar sem ljósi er „varpað á prjónahönnun og stöðu íslensks prjónaiðnaðar. Verkefnið gengur út á að opna umræðu um stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú, og líta til framtíðar,“ segir í kynningu. Ýrúarí hlaut ásamt Stúdíó Fléttu Hönnunarverðlaun Íslands 2023 fyrir verkefnið Pítsustund.