Farinn Þorleifur Úlfarsson er ei lengur hjá Debrecen.
Farinn Þorleifur Úlfarsson er ei lengur hjá Debrecen. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Sóknarmaðurinn Þorleifur Úlfarsson hefur yfirgefið ungverska knattspyrnufélagið Debrecen. Þorleifur gekk í raðir félagsins frá Houston Dynamo í Bandaríkjunum í janúar í fyrra en lék aðeins þrjá leiki. Hann hefur verið meiddur í meira en ár og gengist undir margar aðgerðir. Óvíst er hvað tekur við hjá Þorleifi en hann var valinn af Houston Dynamo í nýliðavali á sínum tíma og spilaði með liðinu í MLS-deildinni.