Í ítarlegu erindi sem Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra, hefur sent formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er það mál rakið sem verið hefur til umfjöllunar á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Í ítarlegu erindi sem Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra, hefur sent formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er það mál rakið sem verið hefur til umfjöllunar á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga.

Þar er auk þess farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð í því augnamiði að rannsaka þátt Ríkisútvarpsins og starfsmanna þess í hinu svokallaða byrlunarmáli. Er ferill þess máls rakinn í tímalínu hér til vinstri.

Er beiðnin lögð fram á grundvelli lagaheimildar sem finna má í 13. gr. laga nr. 55/1991 en þar er fjallað um þingsköp Alþingis.

Þar er sérstaklega óskað eftir því að svara verði leitað við því hvort háttsemi starfsmanna RÚV í tengslum við málið samræmist

...