Listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason halda erindi í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni „Þúfa 46“ í dag, þriðjudag, kl. 17. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Þriðjudagsfyrirlestri. „Þar fjalla þau um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæðið hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46,“ segir í viðburðarkynningu.