
Agnar Már Másson
agnarmar@mbl.is
„Þetta er ákveðið vandamál sem við erum að horfa upp á í skólakerfinu. Við erum stundum með þolanda og geranda í sama skóla og þurfum bara að tryggja að þeir séu ekki í nálægð hvor við annan. En það er alltaf áskorun,“ segir Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Viðtal Morgunblaðsins við föður stúlku sem lenti í hrottafengnu ofbeldi á skólalóð Breiðagerðisskóla í október árið 2023, þegar tveir drengir réðust á hana með stíflueyði, hefur vakið mikla athygli. Stúlkan særðist alvarlega og glímir enn við afleiðingarnar sem raunar munu fylgja henni alla ævi. Faðir hennar segir úrræðaleysi hafa einkennt viðbrögð skólayfirvalda, þar sem annar gerandinn, skólabróðir stúlkunnar, var látinn víkja úr skólanum í eina viku. Á endanum
...