Þýskaland Arnór Þór Gunnarsson stýrir Bergischer.
Þýskaland Arnór Þór Gunnarsson stýrir Bergischer. — Ljósmynd/Bergischer

Bergischer vann mikilvægan útisigur á Dormagen, 35:26, í þýsku B-deild karla í handknattleik í gærkvöld. Eftir sigurinn er Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, í efsta sæti B-deildarinnar með 30 stig, þriggja stiga forystu. Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu en Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í efstu deild en Minden og Hüttenberg eru bæði með 27 stig og eiga leik til góða.