
Síðastliðinn föstudag var myndaður nýr meirihluti í Reykjavík. Helstu áherslumál meirihlutans eru þau sömu og áherslur nýrrar ríkisstjórnar; að rjúfa kyrrstöðu síðustu ára í uppbyggingu á húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Það sem er merkilegt við breytt stjórnarmynstur og breytt viðhorf þeirra sem nú stjórna borginni og sitja við ríkisstjórnarborðið er að viljinn til verka er sterkari en áður hefur tíðkast. Ráðherra húsnæðismála hefur gengið á lagið og skipað sérstakan átakshóp um uppbygginguna og nýr borgarmeirihluti hefur lýst því yfir að brotið verði nýtt land og heildarendurskoðun fari fram á svæðisskipulagi og vaxtarmörkum, með framtíðaruppbyggingu næstu áratuga að leiðarljósi. Hér er um mikla og löngu tímabæra viðhorfsbreytingu að ræða.
Eitt stendur þó upp úr. Bæði ríkið og Reykjavíkurborg ætla að vinna í nánu samstarfi við verkalýðshreyfinguna
...