Sveitarstjórn ákvað að kalla formlega eftir viðbrögðum við beiðni um óformlegar þreifingar um sameiningu Strandabyggðar við Reykhólahrepp og Dalabyggð, sem eru tvö af okkar helstu samstarfssveitarfélögum,“ segir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar í samtali við Morgunblaðið
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sviðsljós

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Sveitarstjórn ákvað að kalla formlega eftir viðbrögðum við beiðni um óformlegar þreifingar um sameiningu Strandabyggðar við Reykhólahrepp og Dalabyggð, sem eru tvö af okkar helstu samstarfssveitarfélögum,“ segir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar í samtali við Morgunblaðið.

Samkvæmt svari sveitarstjórnar Reykhólahrepps við erindinu telur sveitarstjórnin ekki forsendur til að ganga til formlegra sameiningarviðræðna við önnur sveitarfélög eins og sakir standa.

„Það er mjög mikil og góð samvinna í gangi á milli sveitarfélaganna og samstaða um allskonar verkefni. Við erum með sameiginlegan skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, rekum brunavarnir saman

...