Eins og landsmenn hafa vafalítið tekið eftir hefur ný talskona ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte á Íslandi kvatt sér hljóðs með áberandi hætti upp á síðkastið, á samfélagsmiðlum og í auglýsingum í fjölmiðlum og á skiltum
Ráðagóð Dagný Eva Loitte.
Ráðagóð Dagný Eva Loitte.

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Eins og landsmenn hafa vafalítið tekið eftir hefur ný talskona ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte á Íslandi kvatt sér hljóðs með áberandi hætti upp á síðkastið, á samfélagsmiðlum og í auglýsingum í fjölmiðlum og á skiltum. Manneskjan heitir Dagný Eva Loitte (D.E. Loitte) og er gervigreindarpersóna búin til úr 360 ráðgjöfum Deloitte á Íslandi. „Dagný sameinar sérfræðiþekkingu allra þessara starfsmanna og miðlar henni á lifandi hátt í herferðinni Góður punktur,“ segir María Skúladóttir markaðsstjóri Deloitte í samtali við Morgunblaðið.

Agga Jónsdóttir, sköpunarstjóri/vörumerkjavirkjun hjá Auglýsingastofunni Pipar\TBWA, segir í samtali við Morgunblaðið að herferðin gangi út á að nota græna punktinn í myndmerki Deloitte. Talað sé

...