Kvikmyndin Conclave stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins á verðlaunahátíð Sambands kvikmynda- og sjónvarpsleikara í Bandaríkjunum, Screen Actors Guild (SAG), um helgina, samkvæmt frétt AFP

Vegsömuð Jane Fonda var heiðruð fyrir æviframlag sitt til kvikmynda.
— AFP/Valerie Macon
Kvikmyndin Conclave stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins á verðlaunahátíð Sambands kvikmynda- og sjónvarpsleikara í Bandaríkjunum, Screen Actors Guild (SAG), um helgina, samkvæmt frétt AFP. Myndin var verðlaunuð fyrir besta leikhópinn (sem eru aðalverðlaun kvöldsins), en í honum eru stórstjörnur á borð við Ralph Fiennes og Isabellu Rossellini.
Fyrir bestan leik í aðalhlutverki voru verðlaunuð þau Timothée Chalamet fyrir túlkun sína á Bob Dylan í A Complete Unknown og Demi Moore í The Substance. Í aukahlutverkum voru verðlaunuð Kieran Culkin í A Real Pain og Zoe Saldana í Emilia Perez.
SAG-verðlaunin eru oft talin hafa forspárgildi þegar kemur að sjálfum Óskarsverðlaununum, sem afhent verða
...