
Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 21. desember 1933. Hún lést 11. febrúar 2025.
Útför Ragnhildar fór fram 24. febrúar 2025.
Elsku Dúna amma.
Við kveðjum þig í dag með söknuð í hjarta. Nú ert þú komin á fullkominn, blessaðan og indælan stað þar sem þú hefur eflaust hafið kjarabaráttu og jafnvel búin að skella í eitt stykki verkfall. Búin að dressa þig upp í þitt fínasta púss, komin í hælana aftur og leðurbuxurnar, með rauða varalitinn þinn. Við minnumst þín sem ömmu nagla sem lést aldrei vaða yfir þig, tókst alltaf á móti okkur opnum örmum og hafðir alltaf óbilandi trú á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Skemmtilegir voru tímarnir í kringum jólin, laufabrauðsbakstur, afmæli og jóladagsboðið sem alltaf var svo skemmtilegt að koma í. Þar fengum við að leika okkur með slæðurnar, fötin þín
...