
Þórunn Baldursdóttir fæddist 9. september 1919 að Þúfnavöllum í Hörgárdal. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 11. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Baldur Guðmundsson, f. 15. janúar 1897, d. 8. apríl 1992, bóndi á Þúfnavöllum og síðar þingvörður á Alþingi í Reykjavík, og Þórhildur Júlíana Björnsdóttir, f. 16. apríl 1895, d. 19. ágúst 1977, húsfreyja á Þúfnavöllum og í Reykjavík. Þórunn átti tvö yngri systkini, Björn, f. 26. september 1921, d. 24. júlí 1988, og Huldu, f. 12. júní 1923, d. 31. ágúst 2013.
Eiginmaður Þórunnar var Valur Vilhjálmsson, fæddur Walter Raymond Petty, f. 6. mars 1919, d. 13. júní 1986, verslunarmaður. Foreldrar hans voru William Petty, f. 1890, d. 1964, og Frances Petty, fædd Cawton, f. 1896, d. 1988. Þau bjuggu í Scarborough í Yorkshire, Englandi.
Dætur þeirra eru 1) Sólveig Valsdóttir Nau, f. 19. september 1942,
...