Allt bendir nú til þess að hið svokallaða byrlunarmál muni hljóta umfjöllun á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Málið komst í hámæli á ný eftir að Páll Steingrímsson skipstjóri mætti í ítarlegt viðtal á vettvangi Spursmála 7

Fjölmiðlar Eiginkona Páls Steingrímssonar hefur viðurkennt að hafa látið starfsfólki Ríkisútvarpsins gögn í té. Fréttir upp úr þeim tóku hins vegar að birtast í öðrum fjölmiðlum tveimur vikum síðar. Engan heimildarmann þarf að vernda í málinu. Hann hefur sjálfur stigið fram. Samt þegir RÚV þunnu hljóði.
— Morgunblaðið/Eggert
Tímalína
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Allt bendir nú til þess að hið svokallaða byrlunarmál muni hljóta umfjöllun á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Málið komst í hámæli á ný eftir að Páll Steingrímsson skipstjóri mætti í ítarlegt viðtal á vettvangi Spursmála 7. febrúar síðastliðinn. Í kjölfarið hefur Morgunblaðið fjallað um ýmsa anga þess í fréttaskýringum sem birtar hafa verið á undanförnum dögum.
Hér að neðan getur að líta tímalínu sem blaðið hefur tekið saman og varðar helstu atburði sem tengjast málinu. Í flestum tilvikum byggjast upplýsingarnar á opinberum gögnum frá opinberum rannsakendum.
2021
Apríl
Starfsmenn
...