Einn af leiðtogum samstarfsflokkanna í borgarstjórn segir að þeir hafi fundið lendingu í helstu mikilvægum málefnum borgarinnar. Hver trúir því?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Nýr meirihluti hefur tekið við völdum í Reykjavík og þriðji borgarstjórinn hefur nú lyklavöld í ráðhúsinu á þrettán mánuðum. Enn á ný tekst Samfylkingunni að leiða til samstarfs við sig ólíka flokka þrátt fyrir tap í undangengnum borgarstjórnarkosningum síðustu fimmtán árin.

Í samstarfsyfirlýsingu þessara fimm flokka, sem nefnist Samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík en er nú frekar rýr í roðinu, vekur þó meiri athygli það sem ekki er nefnt og ekkert virðist liggja fyrir um hvernig þessir fimm flokkar ætla að takast á við þau stóru heitu mál sem hafa verið til umræðu síðustu mánuðina og brenna á borgarbúum. Nægir þar að nefna skemmumálið við Álfabakka, skólamálin í Laugardal, þéttingu byggðar í Grafarvogi og víðar í borginni, samgöngumál og leikskólamál.

...