Óskar Guðjón Vigfús Guðnason fæddist 23. júní 1944. Hann lést 17. febrúar 2025.

Útför Óskars fór fram 24. febrúar 2025.

Hann er langlyndur, góðviljaður, samgleðst, reiðist ekki, er ekki langrækinn, hreykir sér ekki upp. Þessi orð um kærleikann lýsa Óskari frænda svo vel og hafa farið um hug minn alla vikuna síðan hann dó. Minningarnar streyma fram, allar bjartar og góðar.

Óskar var yngri bróðir mömmu, í miklu uppáhaldi hjá henni og uppáhaldsfrændi minn. Alltaf skemmtilegur, léttur á sér með falleg blá augu, hlýja og glaðlega rödd.

Ég á óteljandi minningar um Óskar úr barnæsku minni. Í kjallaranum á Kirkjuteignum, uppi hjá ömmu við matarborðið í hádeginu að segja skemmtilegar sögur. Óskar að hjálpa við að mála í Kópavoginum og þegar hann kenndi mér að leggja þökur

...