Nefnd Meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fá erindi sent.
Nefnd Meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fá erindi sent. — Morgunblaðið/Eggert

Lögmaður Páls Steingrímssonar hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis beiðni um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til þess að rannsaka þátt Ríkisútvarpsins í svokölluðu byrlunarmáli. Það kom upp í maí 2021 þegar eiginkona Páls byrlaði honum ólyfjan og afhenti starfsfólki ríkismiðilsins í kjölfarið farsíma hans. Tveimur vikum síðar tóku aðrir fjölmiðlar, Stundin og Kjarninn, að birta fréttir sem byggjast á gögnum úr símtækinu. Engar skýringar hafa fengist frá RÚV á því hvers vegna miðillinn sem tók við símanum birti ekki umrætt efni heldur eftirlét það öðrum aðilum utan stofnunarinnar.

Í bréfi lögmannsins er útskýrt af hverju beiðnin er borin upp. Er það meðal annars gert til þess að fá úr því skorið hvort háttsemi starfsmanna RÚV í málinu hafi verið í samræmi við lög um Ríkisútvarpið, siðareglur þess og lög um fjölmiðla. Eins fáist botn í það hvort Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra hafi verið kunnugt um eða hann tekið þátt í ákvörðunum er

...