Starfsbræður Donald Trump og Emmanuel Macron funduðu um stríðið í Úkraínu í Hvíta húsinu. Macron styður viðræður Trumps við Rússland.
Starfsbræður Donald Trump og Emmanuel Macron funduðu um stríðið í Úkraínu í Hvíta húsinu. Macron styður viðræður Trumps við Rússland. — AFP/Ludovic Marin

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær að hann væri að brjóta upp hefðbundna utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann kallaði „mjög vitlausa“. Macron sagði frið ekki mega þýða uppgjöf Úkraínu og varaði við heimi þar sem „lög þeirra sterkustu“ sigra.

Þá sagðist Macron styðja viðræður Trumps við Rússland en hvatti hann þó til að styðja möguleikann á evrópskri hersveit sem nokkurs konar öryggistryggingu.

„Við viljum skjótan samning en ekki viðkvæman,“ sagði Macron. „Árið 2014 sömdu forverar okkar um frið við Pútín forseta, en vegna skorts á tryggingum og sérstaklega öryggistryggingum braut Pútín þennan frið,“ sagði hann.

„Þannig að þetta er ástæðan fyrir því að styrkur og fælingargeta eru eina leiðin til að vera viss um að samningurinn verði virtur.“