
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég leyfi lífinu að koma til mín og gríp tækifærin þegar þau bjóðast,“ segir afmælisbarnið Þóra Björk Þórsdóttir. Dagsetningin lítur skemmtilega út á blaði – 250225 – og okkar kona 25 ára í dag. Til hamingju! „Já, núna fyrr í mánuðinum sá ég að tölur dagsins mynduðu skemmtilega runu. Þetta er tímamótadagur sem ég ætla að halda upp á með því að fara í spa eða nudd og á eftir er fjölskyldunni boðið í mat,“ segir Þóra. Hún starfar við ráðgjöf og þjónustu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Rue de net og unir því vel. Æfir hlaup og líkamsrækt en annars má segja að ferðalög séu hennar hálfa líf og heimurinn allur undir. „Ferðir um heiminn eru mjög lærdómsríkar og nokkuð sem ég mæli með. Árið 2019 fór ég með æskuvinkonu minni í fjögurra mánaða heimsreisu, þar sem við byrjuðum í Dúbaí í Sameinuðu
...