— Skjáskot/Facebook

Kennslukona við Marsden State High School í Queensland í Ástralíu hefur vakið mikla athygli víða um heim en hún var sökuð um furðulega, kattarlega hegðun í kennslustundum. Var hún m.a. sögð hvæsa á nemendur, ganga á fjórum fótum og láta þá kalla sig „fröken Purr“. Málið vakti athygli eftir að foreldrar settu fram kvartanir á samfélagsmiðlum. Sumir héldu því jafnvel fram að kennarinn hefði látið nemendur mala til að fá nammi.

Kennarinn hefur ekki snúið aftur til starfa og vinnur ekki lengur við neinn skóla í Queensland. Nánar um málið í furðufréttum á K100.is.