Staldrað við Miðgildi aldurs á Íslandi hækkaði lítið eitt á milli ára.
Staldrað við Miðgildi aldurs á Íslandi hækkaði lítið eitt á milli ára. — Morgunblaðið/Kristinn

Íslendingar eru ung þjóð í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir. Miðgildi aldurs eða miðaldur á Íslandi var 37 ár í upphafi seinasta árs, sem þýðir að helmingur landsmanna var yngri og hinn helmingurinn eldri en miðgildið segir til um. Á sama tíma var miðaldur í löndum Evrópusambandsins að jafnaði 44,7 ár.

Meðal aðildarlanda ESB var miðgildi aldurs frá 39,4 árum á Írlandi til 48,7 ára á Ítalíu. Þessar upplýsingar koma fram í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á aldurssamsetningu íbúa í meirihluta Evrópulanda á seinasta ári.

Tölurnar sýna að Evrópuþjóðirnar eldast töluvert hratt. Miðgildi aldurs hækkaði í nær öllum löndum Evrópusambandsins á tíu ára tímabili, frá 2014 til 2024 eða um 2,2 ár að jafnaði.

Á Íslandi hreyfðist aldursmiðgildið ekkert á árunum 2021 til 2023 og var 36,7 ár en

...