Svartur á leik
Svartur á leik

1. Rf3 d5 2. c4 dxc4 3. Da4+ Rd7 4. Dxc4 Rgf6 5. g3 e6 6. Bg2 c5 7. 0-0 a6 8. a4 b5 9. Dc2 Bb7 10. d3 Be7 11. Rc3 Bc6 12. Rd2 Bxg2 13. Kxg2 0-0 14. Rf3 Db6 15. Db3 Hab8 16. Bf4 Hb7 17. axb5 axb5 18. e4 Dc6 19. Hfc1 Hc8 20. Dd1 h6 21. h4 Hb6 22. Ha7 Ha6 23. Ha1 Hxa7 24. Hxa7 Bd8 25. Db3 Bb6 26. Ha6 c4 27. Dxb5 Dxb5 28. Rxb5 cxd3 29. Rd6 Hc2 30. Bd2

Staðan kom upp í opnum flokki á HM öldungasveita (+50) sem fram fer þessa dagana í Prag í Tékklandi. Stórmeistarinn Jón L. Árnason (2.405) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Valeriy Min (2.273) frá Kasakstan. 30. … g5! 31. hxg5 hxg5 32. Be1 Bxf2! 33. Bxf2 Rg4 34. Rxg5 Hxf2+ 35. Kg1 d2 36. Ha1 Rde5 37. b3 f6! og hvítur gafst upp. Þegar fimm umferðum var lokið hafði Jón teflt fjórar skákir og unnið þær allar. Mótinu lýkur á morgun, sjá nánari upplýsingar á skak.is.