Ísland mun ásamt öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltsríkjunum styðja við eitt herfylki í úkraínska hernum. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðkomu Íslands vera fyrst og fremst í formi fjárstuðnings og mögulega þjálfunar
— AFP/Gleb Garanich

Viðtal

Sonja Sif Þórólfsdóttir

skrifar frá Kænugarði

Ísland mun ásamt öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltsríkjunum styðja við eitt herfylki í úkraínska hernum. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðkomu Íslands vera fyrst og fremst í formi fjárstuðnings og mögulega þjálfunar.

Kristrún ræddi við blaðamann Morgunblaðsins á Intercontinental-hótelinu í Kænugarði í gær.

„Þarna erum við bara að standa með okkar bandamönnum á Norðurlöndum og í Eystrasaltinu. En við vitum að þetta er eitthvað sem Úkraínumenn hafa kallað eftir,“ segir hún.

Kristrún er meðal þeirra leiðtoga í heiminum sem sóttu Úkraínu heim í gær þegar þrjú ár voru liðin frá allsherjarinnrás Rússa í landið. Af því

...