
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Þetta var ekki stóra vertíðin,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið, en Gullberg VE 292, uppsjávarveiðiskip fyrirtækisins, skaust á loðnumiðin um helgina og náði þar í skammtinn sem Vinnslustöðin fékk úthlutaðan úr sögulega litlum loðnukvóta þetta árið.
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hljóðaði upp á 8.589 tonn og komu 4.434 tonn í hlut íslenskra útgerða og fékk Vinnslustöðin 546 tonn af því. Var sá skammtur vel þeginn, enda var enginn loðnukvóti gefinn út í fyrra.
Ef ekki kemur til þess að gefinn verði út viðbótarkvóti í loðnu er stystu loðnuvertíð Íslandssögunnar lokið þar með, en menn eru þó ekki úrkula vonar um að meiri loðna
...